Nú er keppnistímabilið 2019-2020 hafið. Fyrsti leikurinn okkar var í drengjaflokki síðastliðinn laugardag, 28. september, þegar FSU-Akademía tók á móti Tindastóli í Hveragerði. Leiknum lauk með öruggum sigri okkar manna, 90-67, en því miður þurftu gestirnir að ljúka leiknum 4 inni á vellinum, vegna meiðsla, en Stólarnir mættu með aðeins 6 leikmenn. En sigur í fyrsta leik er fínt upphaf.

Akademíuliðið er samstarfsverkefni Selfoss, Hamars, Hrunamanna og Þórs og verða heimaleikirnir til skiptis hjá þessum félögum, svo allir leikmennirnir fái að spila á sínum raunverulega heimavelli.

Meistaraflokkur hefur leik nk. fimmtudag, 3. október, gegn Breiðabliki í Smáranum kl. 19:15 og unglingaflokkur, sem er samstarfsverkefni Selfoss og Hrunamanna, leikur sinn fyrsta leik heima í Gjánni sunnudaginn 6. okt. kl. 16:00. Fók er hvatt til að fylgjast grannt með leikjum í vetur, og ekki síður drengja- og unglingaflokki.

Meðfylgjandi er listi yfir leiki Meistarflokks karla, unglingaflokks og drengjaflokks í október:

1.deild karla

03.10. kl. 19:15 Breiðablik – Selfoss @Smárinn

11.10. kl. 19:15 Selfoss – Snæfell @Gjáin

18.10. kl. 19:15 Vestri – Selfoss  @Ísafjörður

28.10. kl. 19:15 Selfoss – Skallagrímur @Gjáin

Unglingaflokkur

05.10. kl. 18:30 Selfoss/Hrun – Keflavík @Gjáin

13.10. kl. 15:00 Fjölnir – Selfoss/Hrun. @Fjölnishöll

20.10. kl. 15:45 Breiðablik – Selfoss/Hrun. @Smárinn

27.10. kl. 16:00 Selfoss/Hrun. – KR/KV @Gjáin

Drengjaflokkur

28.09. kl. 15:00 FSU Akademía – Tindastóll @Hveragerði 90-67

13.10. kl. 15:00 Vestri – FSU Akademía @Ísafjörður

26.10. kl. 16:00 FSU Akademía – Þór Akureyri @Gjáin

29.10. kl. 20:45 Stjarnan – FSU Akademía @Mathús Garðabæjar-höllin