Í gærkvöldi 23. október tók a-lið FSu í drengjaflokki á móti Grindavík. Strákarnir ætluðu ekki að gera sömu mistök og á móti Vestra í fyrsta leik þar sem þeir mættu ekki tilbúnir til leiks. Ljóst var strax frá upphafi að okkar strákar ætluðu sér sigur og voru þeir komnir með 15 stiga forskot strax í fyrsta leikhluta. Munurinn var kominn í 18 stig í hálfleik, 48:30. Í seinni hálfleik héldu yfirburðir FSu áfram og endaði leikurinn með öruggum sigri okkar stráka 93:62.

Stigaskor FSu: Styrmir 23 stig, Sæmundur 20 stig, Arnór 12 stig, Viktor 10 stig, Tristan 9 stig, Jakob 7 stig, Sigurður 5 stig, Arnar Dagur 4 stig, Þröstur 3 stig.