Unglingaflokkur Selfoss/Hamars/Hrun. spilaði í dag heimaleik gegn ÍA/Skallagrími í Gjánni og vann auðveldan sigur, 137-53. Eins og úrslitin bera með sér var um einstefnu að ræða, enda lið gestanna tiltölulega nýsamsett og hluti leikmannanna að spila töluvert upp fyrir sig í aldri.

Heimamenn spiluðu á köflum ljómandi skemmtilega, Arnór og Orri voru öflugir í varnarfráköstunum, liðið gat í kjölfarið keyrt upp hraðann og fengið mörg auðveld sniðskot. Einnig var þriggjastiganýtingin góð, Hlynur Snær og
Orri voru sjóðheitir fyrir utan allan leikinn og Arnar Dagur smellti tveimur. Björn Ásgeir, Sigurjón, Viktor og Elvar skoruðu sín stig mest eftir ágætar fléttur gegn um teiginn, en ógnuðu líka fyrir utan.

Þetta var kærkominn sigur hjá unglingaflokksliðinu og gefur strákunum tilefni til að eflast sem lið og mæta grimmir í næsta leik, sem er einmitt heimaleikur næstkomandi sunnudag, 9. desember kl. 18:00 gegen Fjölni b.

Tveir leikmenn ÍA/Skallagríms báru uppi leik liðsins, Elías Björnsson setti 24
stig og hitt vel fyrir utan þriggjastiga línuna, og Sindri Leví skoraði 21 stig. Gabríel Guðnason (6 stig) og Jón Hannesarson (2 stig) bættu við því sem upp á vantar.

Allir leikmennirnir komust á blað hjá heimaliðinu, Hlynur Snær Wiium var stigahæstur með 25 stig, Björn Ásgeir næstur með 22, Orri setti 21, Elvar Ingi 18, Arnór Bjarki 17, Sigurjón Unnar 14, Viktor Logi 10, Arnar Dagur 6 og Páll Ingason 4 stig.

Því miður eru myndirnar, teknar á símtæki ritara, ekki nógu góðar en samt taldar betri en engar 🙂