Síðustu daga hafa níu 12 og 13 ára strákar frá Selfossi verið í Powerade körfuboltabúðunum sem fram fóru í Origo-höllinni að Hllíðarenda. Búðirnar, sem stóðu yfir í 4 daga frá klukkan 17:30-21:00, eru fyrir stúlkur og drengi frá 12-18 ára.

Strákarnir okkar nutu handleiðslu frábærra þjálfara sem töluðu m.a. um gildi aukaæfinganna. Þeir lærðu margt nýtt og kynntust nýju fólki.

Körfuboltabúðir sem þessar eru kjörið tækifæri til að þroska hæfileikana, fá góða leiðsögn frá nýju fólki með ný sjónarhorn og áherslur.

Selfoss-strákarnir skemmtu sér vel og ræddu um að liðsandinn hafi verið frábær þrátt fyrir að þátttakendur hafi komið úr öllum áttum. Þeir voru auðvitað sjálfum sér og sínu félagi til mikils sóma innan vallar sem utan.

Að lokum má geta þess að þrír drengjanna fengu verðlaun fyrir góðan árangur. Það er hins vegar ekki aðalatriði málsins, heldur að hver og einn vann ötullega að því að bæta sig – og tókst ætlunarverkið!!!