Jólaæfing hjá yngstu hópunum

//Jólaæfing hjá yngstu hópunum

Jólaæfing hjá yngstu hópunum

Síðasta æfing fyrir jól fyrir yngsta hópinn okkar var haldin 19. desember. Þar var farið á fimm skemmtilegar stöðvar undir leiðsögn okkar frábæru þjálfara. Þegar æfingin var um það bil hálfnuð ruddust hins vegar þrír rauðklæddir karlar inn á æfinguna og trufluðu allt skipulag. Krakkarnir fengu mandarínur að gjöf frá jólasveinunum og léku við þá um stund.

Nú eru körfuboltaæfingarnar hjá yngstu hópunum komnar í jólafrí og viljum við nota tækifærið til þess að þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og við bíðum spennt eftir nýjum verkefnum með þessum skemmtilegu krökkum á nýju ári.

By |2018-12-20T09:47:55+00:0020. desember, 2018|Yngri flokkar|0 Comments