Föstudaginn 12. október fóru yngstu iðkendurnir okkar, í 1.-4. bekk, í heimsókn til nágranna okkar á Flúðum. Þar voru spilaðir nokkrir leikir við félögin hér af svæðinu.

Lið frá Selfossi, Hrunamönnum, Laugdælum og Þór Þorlákshöfn mættu og var mikið um tilþrif og flotta takta. Þessir viðburðir eru orðnir mjög reglulegir og gaman að sjá hvað leikmenn eru farnir að kynnast á milli félaga og ný vinasambönd myndast.

Takk fyrir okkur Hrunamenn, við hlökkum til að fá ykkur í heimsókn hingað á Selfoss.

Næsta mót hjá þessum flotta hópi verður Sambíómót Fjölnis 3.-4. mars.