Neysla á tóbaki og vímuefnum

Félagið er andvígt allri vímuefnaneyslu meðal iðkenda og annarra félagsmanna sem að íþróttastarfi á vegum félagsins koma. Öll neysla tóbaks og vímuefna er bönnuð í tengslum við æfingar og keppni á vegum félagsins.

Viðbrögð félagsins við neyslu iðkenda

Félagið mun bregðast sérstaklega við allri neyslu tóbaks og vímuefna iðkenda undir 18 ára aldri og foreldrar verða upplýstir um slíka neyslu. Þegar um sjálfráða einstaklinga er að ræða bregst félagið við neyslu þeirra á vímuefnum og tóbaki þegar það hefur áhrif á ástundun, frammistöðu og ímynd félagsins. Viðbrögð félagsins við brotum á reglum þessum eru í formi tilmæla og ábendinga. Skili viðbrögð ekki árangri getur komið til banns frá æfingum og/eða keppni. Viðbrögð félagsins mótast af vilja til að aðstoða iðkandann við að laga sig að reglum og að hann haldi áfram að starfa innan félagsins.

Þjálfarar

Þjálfarar vinna eftir vímuvarnarstefnu félagsins, þar með talið að bregðast við vímuefnaneyslu iðkenda á viðeigandi hátt. Félagið sér þjálfurum fyrir fræðslu um áhrif vímuefnaneyslu á árangur í íþróttum sem þjálfarar miðla áfram til iðkenda. Þjálfarar framfylgja stefnu félagsins varðandi samstarf við foreldra og aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga.

Samstarf við foreldra

Félagið upplýsir forelda um stefnu félagsins í vímuvörnum. Félagið mun standa að góðu samstarfi við foreldra iðkenda með fræðslu um neikvæð áhrif tóbaks og annarra vímuefna á árangur í íþróttum, auk fræðslu til foreldra um þjálfun og æskilegt mataræði.

Samstarf við aðra aðila sem sinna málefnum barna og unglinga

Félagið mun hafa náið samstarf við aðila sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga. Félagið mun hafa samstarf við fagaðila sem sinna börnum og unglingum, fá frá þeim fræðsluefni og hafa samráð við einstaklinga í áhættuhópum.

Jáverk
Set
Hótel Selfoss
Höldur
Ræktó
Ræktó
Ræktó