Selfoss Karfa hefur samið við átta leikmenn fyrir komandi átök í 1.deild kvenna.

Það gleður okkur að tilkynna að Anna Katrín, Valdís Una (vantar á mynd), Perla María, Vilborg Óttars, Diljá Salka, Eva Margrét, Karólína Waagfjörð & Sigríður Svanhvít hafa skrifað undir samning við meistaraflokk kvenna fyrir tímabilið 2025-26.

Er þetta mikilvægt skref í áframhaldandi uppbyggingu kvennaliðsins á Selfossi sem var skráð til leiks í fyrsta skiptið í fyrra.

Hlökkum til að sjá liðið aftur á parketinu í haust.

Áfram Selfoss Karfa