Aðalfundur Körfuknattleiksfélags Selfoss verður haldinn miðvikudaginn 29. mars 2023 kl. 20:00 í Selinu við Engjaveg á Selfossi.

Í 5. grein laga félagsins segir:

„Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfundur er öllum opinn. Aðalfund skal halda ekki síðar en í apríl ár hvert. Boða skal til aðalfundar með minnst 14 daga fyrirvara, með auglýsingu á opinberum vettvangi. Í auglýsingu skal dagskrá fundarins koma fram. Skila þarf tillögum að málefnum og lagabreytingum á aðalfundi til stjórnar minnst 15 dögum fyrir fund. Stjórn er skylt að auglýsa eftir tillögum félagsmanna á heimasíðu félagsins. Fundurinn er lögmætur ef löglega hefur verið til hans boðað. Atkvæðisrétt og kjörgengi hafa eingöngu skráðir félagar sem eru orðnir lögráða.“

Hér með er því auglýst eftir tillögum að lagabreytingum og málefnum til umræðu á fundinum. Þær þurfa að berast stjórn á netfangið ‘selfosskarfa@gmail.com’ í síðasta lagi þriðjudaginn 14. mars 2023.

Dagskrá aðalfundar skv. 8. grein laga Selfoss-Körfu er sem hér segir:

Dagskrá aðalfundar.

1.   Formaður setur fund.
2.   Kosinn fundarstjóri.
3.   Kosinn fundarritari.
4.   Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
5.   Formaður leggur fram skýrslu félagsins.
6.   Gjaldkeri leggur fram og útskýrir skoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
7.   Lagabreytingar.
8.   Kosning stjórnar
a. Kosning formanns
b. Kosning sex annarra stjórnarmanna.
9.   Kosning tveggja skoðunarmanna.
10. Gjaldkeri leggur fram drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta rekstrarár.
11. Önnur mál.

„Skráðir félagar“ eru allir sem skráðir eru í félagakerfi Selfoss-Körfu í Sportabler.

 

-Stjórnin