Landsliðsþjálfarar yngri landsliða KKÍ hafa valið lokahóp U18 ára drengja fyrir komandi Norðurlandamót í Sodertalje í Svíþjóð í sumar. Þar eigum við Selfyssingar fulltrúa en Birkir Hrafn Eyþórsson hefur verið valinn í lokahóp. Við erum stolt af okkar fulltrúa og óskum honum góðs gengis í verkefninu sem og liðsfélögum hans öllum.

Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Íslands 2024:
Arnór Tristan Helgason – Grindavík
Ásmundur Múli Ármansson – Stjarnan
Birgir Leó Halldórsson – Sindri
Birkir Hrafn Eyþórsson – Selfoss
Frosti Valgarðsson – Haukar
Kristófer Breki Björgvinsson – Haukar
Lars Erik Bragason – KR
Lúkas Aron Stefánsson – ÍR
Magnús Dagur Svansson – ÍR
Stefán Orri Davíðsson – ÍR
Thor Grissom – Colony High School, USA
Viktor Jónas Lúðvíksson – Münster, Þýskaland

Þjálfari: Lárus Jónsson
Aðstoðarþjálfarar: Ísak Máni Wium og Friðrik Hrafn Jóhannsson