Strákarnir í 8. flokki kepptu í gær á heimavelli í Gjánni gegn Samherjum, sem er nýstofnað félag í Eyjafjarðarsveit. Þetta var leikur sem gat ekki farið fram á fjölliðamóti um daginn, því Samherjar komust þá ekki að heiman vegna veðurs, en gerðu sér ferð suður á land um helgina, spiluðu tvo leiki á höfuðborgarsvæðinu á föstudag, á Selfossi í gær og ætluðu að ljúka leikjahrinunni á Akranesi í heimleiðinni.

Þetta varð jafn og spennandi leikur sem lauk með sigri Selfoss, 34 – 31, og þökkum við Samherjum kærlega fyrir heimsóknina og óskum þeim alls hins besta við uppbyggingu félagsins í framtíðinni.

8. flokkur drengja:

Selfoss 34 – 31 Samherjar

 

ÁFRAM SELFOSS!!!