Selfoss var rétt í þessu að tryggja sér sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins í 9. flokki drengja með öruggum og góðum sigri á Grindavík. Þetta er samheldinn og góður hópur sem hefur stór áform og æft af metnaði í mörg ár, síðustu tvö undir stjórn Hauks Hreinssonar og Kristijan Vladovic. Árgangurinn er svo fjölmennur að Selfoss er með tvö lið í keppni og allur hópurinn stendur saman sem einn maður. Til hamingju, strákar, og allir sem standa þétt við bakið á hópnum.