Stelpurnar í Suðurlandsliði stúlknaflokks léku gegn Fjölni í VÍS bikarnum sl. mánudag. Þrátt fyrir góða spretti dugði það ekki gegn sterku Fjölnisliði, sem gekk með 12 stiga sigur af hólmi, 51-63. Þar með er bikardraumurinn úti hjá stelpunum þetta árið en koma tímar, koma ráð.

Þá má segja frá því að leik strákanna í 10. flokki, sem frestað var vegna covid sóttkvíar Stjörnudrengja, hefur verið komið fyrir næstkomandi mánudag, 20. desember. Þetta er heimaleikur Selfoss og fer því fram í Gjánni.

VÍS- bikarinn, 10. fl. drengja, undanúrslit:

Selfoss – Stjarnan

Gjáin, Selfossi, mán. 20.12. kl. 19:40

ÁFRAM SELFOSS!!!