Birkir Hrafn Eyþórsson hefur verið valinn í lokahóp U18 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem haldið verður í Svíþjóð dagana 27. júní – 2. júlí og Evrópumótið sem fram fer í Portúgal 21.-30. júlí.

Birkir Hrafn hefur tekið miklum framförum síðustu ár og var til að mynda einn af lykilleikmönnum U16 landsliðs drengja á síðasta ári. Í vetur hefur hann ekki slegið slöku við og var hann hluti af meistaraflokkshópi Selfoss Körfu og stækkaði hans hlutverk þegar líða tók á tímabilið. Við viljum óska Birki Hrafni innilega til hamingju með þennan glæsilega árangur.