Í gær voru tilkynntir lokahópar yngri landsliðanna fyrir æfingar og keppni sumarsins. Birkir Hrafn Eyþórsson komst í gegnum síuna hjá þjálfurum U18 karla og er einn af 18 leikmönnum sem tekur þátt í þeim verkefnum sem framundan eru, en U18 spilar bæði á NM og EM í sumar. Þetta er magnaður árangur hjá Birki, sem er aðeins 16 ára gamall og í samkeppni við stráka sem eru allt að tveimur árum eldri.

Birkir var, eins og kunnugt er, einn af máttarstólpum U16 ára landsliðsins sl. sumar og í framhaldi af frammistöðu sinni þar valinn körfuknattleiksmaður ársins á Selfossi og í þriðja sæti í vali á Íþróttamanni Árborgar í lok síðasta árs.

Það verður spennandi að sjá hvort hann kemst í gegn um nálaraugað hjá Lárusi Jónssyni, þjálfara liðsins, þegar hann velur 12 manna landslið til þátttöku í Norðurlanda- og Evrópumótunum.

Til hamingu, Birkir Hrafn!