Stefnt er að því að halda úti æfingum barna og unglinga eins og kostur er en í samráði sveitarfélagsins og íþróttafélaga hefur þó verið ákveðið að fella niður allar æfingar á morgun, mánudaginn 16. mars. Tíminn verði nýttur til samhæfingar og að skipuleggja æfingar næstu daga í samræmi við ráðleggingar og leiðbeiningar um sóttvarnir.

Tilkynnt verður á morgun hvert framhaldið verður í vikunni og næstu vikur.