Eins og kunnugt er hefur félagið verið í tómu tjóni með erlenda leikmenn það sem af er hausti. Þrír leikmenn hafa komið og farið, tveimur var sagt upp en sá þriðji lét sig hverfa fyrirvaralítið. Í stað þessara þriggja hefur einn leikmaður staðið vaktina undanfarinn hálfan mánuð, bandaríski leikstjórnandinn Mike Rodriguez. Eftir erfiða fæðingu og ótrúlegustu áföll er leitin að bosman-leikmanni nú loks á enda. Selfoss hefur samið við Litháann Arminas Kelmelis og kom hann til landsins í gærkvöldi. Kelmelis er 24 ára gamall kraftmikill bakvörður/léttur framherji sem hefur m.a. leikið í efstu deild í heimalandinu og á Ítalíu á sínum stutta ferli.

Kelmelis er þegar kominn með leikheimild og verður a.m.k. í búning í Geysisbikarleiknum í kvöld. Selfoss-Karfa býður hann velkominn til félagsins.

Meðfylgjandi eru hreyfimyndaklippur af ferli leikmannsins.