B lið 10.flokks drengja spilaði tvo leiki um síðust helgi. Á laugardaginn var haldið í Borgarnes þar sem leikið var gegn Skallagrími, sem hefur verið á mikilli siglingu upp á síðkastið og unnið 6 leiki í röð. Okkar menn mættu ákveðnir til leiks og spiluðu sterka vörn og leiddu þess vegna í hálfleik með 11 stigum. Í seinni hálfleik þéttu Skallagrímsmenn raðirnar í vörninni og fóru um leið að finna leiðir í gegnum vörn Selfossliðsins. Lokaleikhlutinn var slakur hjá okkar mönnum og útkoman varð eina stigs tap, 66-65.

Á sunnudag mættu Valsmenn á Selfoss. Þessi leikur varð aldrei spennandi og voru okkar menn yfir allan leikinn og unnu þægilegan 20 stiga sigur, 64-44.
B liðið hefur tekið miklum framförum það sem af er vetri og eru til alls líklegt í framtíðinni.
ÁFRAM SELFOSS!!!