Eins og fyrr hefur verið greint frá hér á síðunni hafa þeir Kristijan Vladovic og Arnór Bjarki Eyþórsson báðir skrifað undir nýja samninga og munu leika með Selfossi á næsta tímabili.

Það hafa einnig gert þeir Bjarki Friðgeirsson og Ragnar Magni Sigurjónsson. Bjarki kom frá Hamri á síðasta tímabili og Ragnar Magni frá Skallagrími.

Eftir góða byrjun í fyrstu leikjunum sl. haust meiddist Ragnar illa og missti af tímabilinu, var rétt að byrja að stíga aftur inn á völlinn þegar keppni var aflýst í vor. Hann stefnir að því að stimpla sig inn næsta vetur og allir þessir strákar æfa nú af miklum krafti til að undirbúa sig sem best fyrir komandi átök.