Selfoss karfa sendi þrjú lið til leiks á Alvotech-mótið sem haldið var á Meistaravöllum í Vesturbænum í Reykjavík. Um var að ræða 2 strákalið og 1 stelpulið, öll skráð í 9 ára aldursflokkinn, en þessi hópur hafði ekki spilað á móti síðan í janúar 2020. Leikgleðin leyndi sér ekki og stóðu allir krakkarnir sig mjög vel á mótinu. Allir keppendur fengu verðlaunapening og handklæði í lok móts. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá foreldri.