Eigendur veitingastaðarins KRISP við Eyraveg 8 á Selfossi skrifuðu í dag undir þriggja ára styrktarsamning við Selfoss-Körfu. Um er að ræða framlengingu á fyrri stórum samningi sem setur KRISP í flokk með stærstu og tryggustu stuðningsaðilum félagsins. Fyrir það erum við óendanlega þakklát.
Krisp er nýleg viðbót við veitingaflóruna á Selfossi, þriggja ára veitingastaður í eigu Sigurðar Ágústssonar, fyrrum meðlims íslenska kokkalandliðsins, og konu hans Birtu Jónsdóttir. Staðurinn hefur á þessum stutta tíma sannað sig sem einn af betri veitingastöðunum á Suðurlandi og er orðinn fastur punktur í matarmenningu Selfossbæjar.
Sjá nánar um veitingastaðinn á krisp.is
Á meðfylgjandi mynd handsala Sigurður Ágústson, annar eigenda KRISP, og Gylfi Þorkelsson, formaður Selfoss-Körfu, samstarfssamninginn.