Krónan hefur nú gengið í stuðningslið Selfoss-Körfu. Góður hópur öflugra fyrirtækja, ásamt Sveitarfélaginu Árborg, stendur við bakið á félaginu og gerir því kleift að halda úti góðu starfi. Það er ómetanlegt að finna velviljann og stuðninginn í samfélaginu, sem hjálpar við að gefa krökkum og ungmennum í sveitarfélaginu tækifæri til að sinna áhugamálum sínum. Fjölmargir krakkar hafa nefnilega hæfileika og áhuga á körfubolta, og eiga ekki allir að fá jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og sinna áhugamálum sínum? Öflugustu styrktaraðilarnir eru sýnilegir hér á heimasíðunni okkar og aðrir í Gjánni, heimavelli Selfoss-Körfu og FSu-Akademíu. Takk fyrir stuðninginn, allir sem einn.