Nýjar reglugerðir um takmörkun á samkomum vegna farsóttar tekur gildi á morgun, 18. nóvember:

  • Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. (nr. 1105/2020)
  • Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar. (nr. 1106/2020)

Helstu breytingarnar sem snúa að íþróttahreyfingunni eru að æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar með og án snertingar verða heimilar á ný jafnt inni sem úti. Athugið að einungis er miðað við að æfingar verði heimilar.  Verið er að skoða með hvort og þá hvenær gefin verði heimild fyrir keppni. Engar takmarkanir eru settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fer eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Tveggja metra nándarmörk þarf að virða á milli þjálfara og iðkenda ef það er ekki er unnt að virða 2m. regluna ber að nota andlitsgrímu.

Eftir sem áður gilda almennar sóttvarnarráðstafanir.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Þetta er svona í grófum dráttum.  Síðan verður farið í að gera breytingar á reglum hvers sérsambands fyrir sig.

Gildistími reglugerðanna er frá 18. nóvember til og með 1. desember næstkomandi.