Owen Scott Young hefur verði tekinn inn í akademíu Selfoss-Körfu á næsta skólaári. Hann er 18 ára, 195 sm fjölhæfur bakvörður frá Englandi sem getur jafnt skotið fyrir utan og skorað með gegnumbrotum. Hann er með gott auga fyrir samherjum sínum, les leikinn vel og er góður varnarmaður sem vílar ekki fyrir sér erfiði og átök.
Owen lék með Haringey Hawks í heimalandinu, sem endaði tímabilið efst í sinni deild og vann að auki bikarkeppnina.
Þjálfarinn hans veitir þá umsögn að hann hafi „tekið mikilum framförum síðasta árið hjá Haringey Hawks, bæði hvað varðar líkamsstyrk og andlegan þroska og leiðtogahæfni. Hann er alltaf mættur og leggur sig 100% fram, engar afsakanir. Hann hefur náð ágætisárangri bæði í námi og íþróttum og hefur sýnt í verki um hvað það snýst að vera námsmaður í íþróttum. Þó Owen sé þekkastur sem „banvæn skytta“ er hann frábær á báðum endum vallarins, fjölhæfur sóknarmaður og erfiður við að eiga fyrir sóknarmenn andstæðinganna. 22 stig og 5 stolnir boltar að meðaltali í leik á síðasta tímabili sýna hvað í honum býr“.
Jafnframt því að skrá sig í akademíuna mun Owen styrkja æfinga- og leikmannahóp Selfoss í unglingaflokki og 1. deild karla.
Video af leikmanninum má sjá hér og hér.
Við bjóðum Owen Young hjartanlega velkominn í okkar unga og metnaðarfulla hóp.