Stelpurnar okkar í 8-9 ára kepptu um helgina á Alvotech mótinu hjá KR. Þær spiluðu fjóra leiki og sýndu í þeim frábær tilþrif. Það verður gaman að fylgjast með þeim í vetur sýna listir sínar á vellinum. Þjálfari stúlknanna er Karl Ágúst Hannibalsson.