Í gær fór fram 3á3 mót í Gjánni á Selfossi. Þetta var frumraun í slíku mótahaldi hjá Selfoss-Körfu og rennt nokkuð blint í sjóinn með þátttöku og framkvæmd. En þegar á hólminn var komið varð úr stórskemmtilegur viðburður, um 90 krakkar í rúmlega 20 liðum tóku þátt og framkvæmdin gekk framúrskarandi vel, allt skipulag hélt og tímaáætlun stóðst.

Það er ljóst að þetta mót er komið til að vera og hlökkum við til að halda mótið að ári, enn fjölmennara og skemmtilegra!

Félagið vill þakka öllum fyrir komuna, þátttakendum og aðstandendum í stúkunni. Einnig og ekki síst Toyota á Selfossi og Dominos fyrir mótsverðlaunin og Sveitarfélaginu Árborg fyrir að leggja íþróttafélögunum til gjaldfrjálsan og greiðan aðgang að mannvirkjum sínum.

Meðfylgjandi eru myndir af sigurvegurum í hverjum flokki. Ekki er víst að nöfnin sem fylgja myndunum séu öll rétt, því einhverjar breytingar urðu á liðunum frá skráningu:

 

U12 drengir: Eiður, Jóel, Jökull og Benjamín

 

U14 stúlkur: Aðalbjörg, Diljá, Eybjört

 

U14 drengir: Adam, Ásbjörn Thor, Bjössi, Sævar

 

U16 stúlkur: „Black widows“, Bára, Heiðrún, Ísold, Elísabet, Fanney, ???

 

U16 drengir: Hringur, Kristófer, Guðmundur Aron, Elvar(?)