Harpa Reynisdóttir hefur mikla reynslu af vinnu með börnum, en hún er menntaður þroskaþjálfi og starfar í samræmi við menntun sína á einum leikskólanum á Selfossi.
Hún hefur töluverða reynslu af þjálfun yngri flokka en hún hefur nú í nokkur ár þjálfað hjá Selfoss körfu við góðan orðstír. Þjálfaraferilinn hóf hún hjá Umf. Hrunamanna þar sem hún fékk einmitt sitt körfuboltauppeldi hvar hún lék upp yngri flokkana og að lokum með meistaraflokki.
Harpa þjálfar yngsta hópinn hjá okkur, iðkendur sem eru 5-7 ára (fæddir 2016, 2017 og 2018). Æfingar hjá þeim eru í Vallaskóla:
Mánudaga kl. 16.40-17.30
Fimmtudaga kl. 16.10-17.00
Það var góð aðsókn í tímana hjá Hörpu í fyrra og við hvetjum alla áhugasama á þessum aldri til þess að prófa æfingar.