Þrjú yngriflokkalið Selfoss leika til úrslita á Íslandsmótinu á næstu dögum, bæði liðin í 10. flokki drengja og lið Selfoss/Hamars í 9. flokki drengja. Hvorki meira né minna!

Tvö lið að auki komust í 2. umferð úrslitrakeppninnar, unglingaflokkur karla og 10. flokkur stúlkna, þó þau næðu ekki alla leið í úrslitaleikinn sjálfan.

Í 9. flokki drengja mætir Selfoss/Hamar B-liði Stjörnunnar í úrslitum 2. deildar um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. B-lið 10. flokks drengja leikur til úrslita um sigur í 3. deild og mætir þar C-liði Stjörnunnar í keppni um sæti í 2. deild næsta vetur.

Að lokum leikur A-lið Selfoss gegn ÍR um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í 10. flokki drengja.

9. fl. drengja, úrslitaleikur, 2. deild:

Selfoss/Hamar – Stjarnan b
Dalhús, Grafarvogi, sun. 15. maí kl. 20:00

10. fl. drengja, úrslitaleikur, 3. deild:

Selfoss b – Stjanan c
Dalhús, mán 16. maí kl. 17:30

10. fl. drengja, úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn:

Selfoss – ÍR
Dalhús, sun. 15. maí kl. 15:45

Þeir eru ekki ýkja margir ennþá, titlarnir sem unnist hafa, en í fyrra vannst Íslandsmeistartitill í 10. flokki stúlkna, í samstarfi með nágrannafélögunum Hamri, Hrunamönnum og Þór.

Unglingaflokkur vann tvöfalt 2008, bæði Íslands- og bikarmeistaratitla og bikarinn tveimur árum fyrr, 2006.

Það var svo 1985 árgangur drengja sem vann fyrstu titlana, Íslandsmeistaratitla bæði 1998 í 7. flokki og 2001 í 10. flokki.

Þó titlar séu aukaatriði í yngriflokkastarfi er gaman, og sjálfsagt, að stefna ávallt að sigri í hverjum leik. Framgangan í leiknum er svo það sem mestu skiptir, burtséð frá úrslitunum, og framfarirnar ár frá ári.

Það er næsta víst að strákarnir sem nú undirbúa sig fyrir úrslitaleiki stefna ótrauðir að sigri. Framganga þeirra verður til sóma, eins og ævinlega.

ÁFRAM SELFOSS!!!