Í gær var dregið í bikarkeppni KKÍ, sem nú heitir VÍS bikarinn. Bikarkeppni karla er þannig háttað „á þessum erfiðum tímum“ að 1. deildarliðin byrja að klóra hverju öðru um bakið, áður en Dominósdeildarliðin komast að. Hamar og Skallagrímur byrja í forkeppni en síðan leika þau 8 lið sem eftir standa og 4 þeirra bætast við efstudeildarliðin í 16 liða úrslitum.

Selfoss dróst gegn Vestra og fer leikurinn fram í Gjánni þann 18. apríl, kl. 19:15. Komist okkar lið áfram í keppninni mætir það Álftanesi eða Fjölni í 16 liða úrslitum þann 22. apríl, kl. 19:15.

Sigur í þeim leik tryggir þátttöku í 8 liða úrslitum.

Svo er að bíða og sjá hver þróunin verður næstu daga – hvort nokkur keppni verður eftir páska yfirleitt!