Stelpurnar í minnibolta 10 ára voru í stuði um helgina en þá fór fram 3. umferð á Íslandsmótinu hér heima í Gjánni. Það var reyndar líf og fjör í íþróttahúsinu því spilaðir voru 6 riðlar hvorki meira né minna, á tveimur völlum.

Selfossstelpurnar spiluðu 4 leiki í B-riðli og unnu tvo örugglega en töpuðu tveimur með minnsta mun og sýndu alveg ótrúlega leikgleði og fallegan keppnisanda. Sannarlega miklar fyrirmyndarstúlkur og efnilegir leikmenn í framtíðarliði Selfoss í kvennakörfubolta.

Úrslit helgarinnar voru sem hér segir:

Selfoss 24 – 10 Þór/Hamar 2

Selfoss 15 – 17 Tindastóll

Selfoss 26 – 6 Snæfell

Selfoss 8 – 12 Njarðvík

 

ÁFRAM SELFOSS!!!