Hvorki fleiri né færri en þrír leikmenn Selfoss voru á dögunum valdir í lið Íslands í landsliði U16 sem tekur þátt í bæði NM og EM í sumar. Þetta eru þeir Ari Hrannar Bjarmason, Birkir Hrafn Eyþórsson og Tristan Mortens.
Margir strákar úr hinum fjölmenna og öfluga 2006 árgangi okkar hafa verið í æfinga- og úrvalshópum KKÍ undanfarin ár og bankað sterkt á landsliðsdyrnar, en þessir þrír munu verða fulltrúar félagsins í landsliðsbúningnum í sumar.
Það er ekki á hverjum degi sem lítil félög eins og okkar eiga landsliðsmenn, hvað þá þrjá í sama hópnum. Innilegar hamingjóskir drengir, þjálfarar og foreldrar.