
Chris Caird – Aðalþjálfari
Aðalþjálfari í Körfuboltaakademíu FSu er Christopher Caird. Caird er Englendingur sem kom til Íslands haustið 2007 til að hefja nám við akademíuna sem þá var nýlega stofnsett. Hann nam við akademíuna í tvö ár en hélt þá til náms við Marshalltown Community College í Bandaríkjunum í eitt ár en nam síðan við Drake University, og lék jafnframt með liðum skólanna við góðan orðstír. Hann var valinn „Academic All American“ og var „All American nominee“ í Marshalltown, talinn einn af 5 bestu leikmönnum ársins í landinu.
Chris lauk prófi í umhverfisverkfræði frá Drake vorið 2015 og þá lá leið hans aftur á Selfoss. Hann lék með FSu í Dominosdeildinni keppnistímabilið 2015-2016. Vorið 2016 samdi hann við Tindastól og var hjá liðinu til vors 2018, þegar Selfoss-Karfa réð hann til starfa sem aðalþjálfara karlaliðs félagsins og unglingaflokks karla og sem aðstoðarþjálfara við körfuboltaakademíuna. Vorið 2019 tók Chris við sem aðalþjálfari Akademíunnar.
Chris hefur töluverða reynslu af þjálfun yngri iðkenda. Hann stýrði m.a. unglingaflokki FSu og yngriflokkaþjálfun hjá Umf. Hrunamanna 2015-2016, þjálfaði marga yngri aldursflokka hjá Tindastóli 2016-2018 og hefur kennt í körfuboltabúðum fyrir unglinga í Bandaríkjunum, í Portúgal og á Íslandi. Þá var hann aðstoðarþjálfari meistraflokks karla hjá Tindastóli tímabilið 2017-2018. Chris hefur undanfarin ár sótt þau þjálfaranámskeið sem í boði hafa verið hér á landi, auk námskeiða erlendis.