Chris Caird – Aðalþjálfari

Aðalþjálfari í Körfuboltaakademíu FSu er Christopher Caird. Caird er Englendingur sem kom til Íslands haustið 2007 til að hefja nám við akademíuna sem þá var nýlega stofnsett. Hann nam við akademíuna í tvö ár en hélt þá til náms við Marshalltown Community College  í Bandaríkjunum í eitt ár en nam síðan við Drake University, og lék jafnframt með liðum skólanna við góðan orðstír. Hann var valinn „Academic All American“ og var „All American nominee“ í Marshalltown, talinn einn af 5 bestu leikmönnum ársins í landinu.

Chris lauk prófi í umhverfisverkfræði frá Drake vorið 2015 og þá lá leið hans aftur á Selfoss. Hann lék með FSu í Dominosdeildinni keppnistímabilið 2015-2016. Vorið 2016 samdi hann við Tindastól og var hjá liðinu til vors 2018, þegar Selfoss-Karfa réð hann til starfa sem aðalþjálfara karlaliðs félagsins og unglingaflokks karla og sem aðstoðarþjálfara við körfuboltaakademíuna.  Vorið 2019 tók Chris við sem aðalþjálfari Akademíunnar.

Chris hefur töluverða reynslu af þjálfun yngri iðkenda. Hann stýrði m.a. unglingaflokki FSu og  yngriflokkaþjálfun hjá Umf. Hrunamanna 2015-2016, þjálfaði marga yngri aldursflokka hjá Tindastóli 2016-2018 og hefur kennt í körfuboltabúðum fyrir unglinga í Bandaríkjunum, í Portúgal og á Íslandi. Þá var hann aðstoðarþjálfari meistraflokks karla hjá Tindastóli tímabilið 2017-2018.  Chris hefur undanfarin ár sótt þau þjálfaranámskeið sem í boði hafa verið hér á landi, auk námskeiða erlendis.

Ivica Petric – Assistant Coach

Assistant Basketball Coach (Men’s 1st division + FSu Academy + Under 20s) Ivica is 33 years old, and joins our coaching staff from Bosnia. He started playing basketball at age of 9 in HKK Zrinjski where he spent most of my professional career. He grew up as a member of the Bosnia and Herzegovina youth national teams.

He started his coaching career in 2016 as a youth coach in USŠ Sportalent. In 2019 he was hired as assistant coach in the senior team HKK Zrinjski.

Head Coach Caird on Ivica: „His focus on skill development and attention to detail is fantastic, bringing game-specific situations into his fundamental skill drills is already having a positive impact on our youth development. His professionalism and hard work are very welcome to our program.“

Stefán Magni Árnason – Sjúkraþjálfari

Aðal sjúkraþjálfari Selfoss-Körfu og akademíunnar er Stefán Magni Árnason. Hann er upp runnin á Skeiðunum, í nágrenni Selfoss, og er fyrrum nemandi FSu. Stefán Magni fékk sitt körfuboltauppeldi á Flúðum hjá Umf. Hrunamanna en skipti snemma yfir í Selfoss. Í kjölfar þrálátra meiðsla breytti hann að komu sinni að íþróttum og lauk BS gráðu í íþróttafræðum frá Háskóla Íslands árið 2003. Hann starfaði í kjölfarið sem íþróttakennari og körfuboltaþjálfari í öllum aldurshópum á Hellu, og síðar hjá FSU/Selfossi, áður en hann hóf nám í sjúkraþjálfun árið 2012. Vorið eftir að hann útskrifaðist sem sjúkraþjálfari frá HÍ hóf hann störf á sjúkraþjálfunarstöðinni Mætti á Selfossi, þar sem hann starfar enn.

Máttur – sjúkraþjálfun er sjálfstæð stöð sem veitir meðferð við alls kyns stoðkerfisvandamálum. Stöðin er vel tækjum búin og þar starfa nokkrir af bestu sérfræðingum landsins í meðferð íþróttameiðsla, og vinna m.a. með bæði yngri og A-landsliðum Íslands í körfubolta, handbolta, fótbolta og blaki.

Jáverk
Set
Hótel Selfoss
Höldur
Ræktó
Ræktó
Ræktó