Selfoss vann góðan sigur á Þrótti Vogum þegar liðin mættust í Vallaskóla í kvöld.

Leikurinn byrjaði mjög jafn. Bæði lið virtust koma ákveðin til leiks. Tykei Greene skoraði hvert stig á fætur öðru og áttu gestirnir fá svör í vörninni. Þeir bættu hins vegar fyrir það með góðum sóknarleik hinum megin á vellinum og leiddu með einu stigi eftir fyrsta leikhluta, 22-23. Annar leikhluti var mjög svipaður þeim fyrri þar sem liðin skiptust á að skora en heimamenn náðu þó að skríða fram úr gestunum fyrir leikhlé. Staðan í 45-43 í hálfleik.

Um miðjan þriðja leikhluta náðu Selfyssingar að koma muninum í 11 stig, sem var það mest sem skildi liðin af í leiknum. Þróttur náði hins vegar að svara fyrir sig og löguðu stöðuna í fimm stiga mun fyrir lok leikhlutans. Í lokaleikhlutanum áttu bæði lið í vandræðum með að koma boltanum ofan í körfuna. Selfyssingar skoruðu 14 stig í leikhlutanum og Þróttur 12 stig. En það breytti engu, þægilegur sigur Selfoss var í höfn, lokatölur 80-73.

Eins og í síðustu leikjum, þá fór Tykei Greene fyrir liðinu með 33 stig og 7 fráköst. Ísar Jónasson var með 11 stig, þar á meðal þrjá þrista. Vojtek Novák var með 10 stig og 12 fráköst, Birkir Hrafn Eyþórsson 8 stig, Arnór Eyþórsson 8 stig, Geir Helgason 4 stig, Tristan Ottóson 3 stig og Ebrima Demba 3 stig.
Næsti leikur Selfyssinga er föstudaginn 23. febrúar á Höfn í Hornafirði þegar þeir mæta sterkur liði Sindra.

ÁFRAM SELFOSS!

Tölfræði leiksins
Myndir úr leiknum