Þá er úrslitakeppni 1.deildar að fara af stað og mótherjar Selfoss Körfu í fyrstu umferð eru ÍR-ingar. ÍR endaði í 2.sæti deildarkeppninnar og því sterkur andstæðingur fyrir okkar unga og efnilega lið. Fyrsti leikurinn er núna á föstudaginn, 5. apríl, í Skógarselinu en mánudagskvöldið 8.apríl verður heimaleikur í Vallaskóla. Hvetjum fólk til að mæta í ÍR heimilið á föstudag og hlökkum svo til að sjá sem flesta á pöllunum á mánudaginn!