A lið 10.flokks drengja ferðaðist upp á Skaga í síðustu viku og spilaði við ÍA.
Selfoss byrjaði leikinn betur en Skagamenn, sem hafa verið í mikilli framför, voru aldrei langt undan og börðust vel.
Selfoss náði fljótlega 10 stiga forystu sem var munurinn af og á nánast allan leikinn, Skagastrákar minnkuðu muninn nokkrum sinnum í 5-6 stig en þá stigu strákarnir okkar á gjöfina aftur og juku muninn í 15-16 stig.
Lokatölur urðu 63-79 fyrir Selfoss sem hefur oft spilað betur en góður sigur eftir langt jólafrí og strákarnir verða vonandi fljótir að pússa af sér ryðið eftir hátíðarnar og stöku covid pásur, þar sem þétt er leikið næstu vikurnar.
ÁFRAM SELFOSS!!!