10. flokkur drengja hefur verið að spila síðustu daga frestaða leiki í bland við leiki sem hafa haldist á upphaflegri dagskrá í gegnum covid bylgjur og öldudali.
A hópur spilaði við Fjölni á heimavelli á dögunum en þar mættust tvö lið sem eru ansi langt hvort frá öðru í getu. Ákveðið var að hvíla leikmenn sem voru tæpir vegna meiðsla eða voru nýstignir upp úr veikindum og gefa nokkrum strákum úr b hópnum tækifæri til að spila þennan leik. Leikurinn var ójafn alveg frá byrjun og lokatölur 68-36.
Strax næsta dag ferðaðist b hópurinn til Hafnar þar sem þeir mættu Sindra. Covid og meiðsli gerðu það að verkum að hópurinn var þunnskipaður, en vel skipaður. Okkar strákar byrjuðu leikinn vel en náðu ekki að halda út og áttu erfiðan dag gegn sterku liði Sindra. Lokatölur 55-80 fyrir heimamenn.
Í miðri viku ferðaðist b hópurinn aftur, en þó töluvert styttra, eða til Þorlákshafnar þar sem þeir mættu grönnum okkar í Þór. Leikurinn var jafn til að byrja með en svo juku Selfyssingar ákafann í vörninni og áttu Þórsarar erfitt með að skora stig í raun allan leikinn. Selfoss vann þægilegan sigur í þessum leik, 93-61.
Aðeins tveimur dögum seinna fékk b hópurinn Skallagrím í heimsókn en þessi lið hafa mæst tvisvar áður í vetur og í báðum leikjunum hafa okkar menn tapað í spennandi leikjum. Þessi leikur var eins og hinir fyrri rosalega spennandi og fá stig skildu á milli þó gestirnir frá Borgarnesi hafi verið skrefinu á undan mest allan leikinn. Í lok leiks þéttu okkar menn raðirnar og tryggðu tæpan en ansi sætan sigur, 48-43.
B hópurinn situr nú á toppi 3. deildar með 20 stig eftir 14 leiki.
A hópur er í 3. sæti í 1. deild með 16 stig eftir 11 leiki.
ÁFRAM SELFOSS!!!
-Bjarmi Skarphéðinsson, þjálfari
Myndir: Hrönn Erlingsdóttir