10. flokkur drengja var á keppnisskónum um síðustu helgi sem hófst með stuttu ferðalagi B hópsins í Breiðholt þar sem hann mætti B liði ÍR. Styrkleikamunur þessara liða kom fram strax í upphafi leiks og náðu þjálfarar okkar að spila á öllum mönnum og dreifa álaginu vel á hópinn. Þægilegur sigur vannst samt sem áður í leiknum 60-42.

Á sunnudaginn átti A hópur 10.flokks heimaleik gegn B liði Stjörnunnar. Það sama var upp á teningnum í þessum leik og var munurinn á liðunum ansi mikill. Allir í liðinu fengu að spila og allir komust á stigatöfluna. Til gamans má geta að á löngum köflum spilaði A liðið leikinn með þrjá stráka úr B liðinu inn á vellinum sem sýnir hversu sterkur hópurinn er að verða og þær miklu framfarir sem leikmenn hafa tekið í vetur.
Framtíðin er björt.
ÁFRAM SELFOSS!!!