Við erum stolt af því frábæra unga fólki sem er í Akademíunni okkar við FSu. Þar koma saman flestir efnilegustu unglingar Suðurlands, ásamt þremur öflugum strákum erlendis frá.

Nú hafa þrír nemendur Akademíunnar verið valdir í 16 manna hóp U18 ára landsliðs Íslands og óskum við þeim innilega til hamingju.  Þetta eru tvær stúlkur úr Hamri og einn piltur úr Þór frá Þorlákshöfn.

 

U18 stúlkna

Gígja Marín Þorsteinsdóttir

Helga Sóley Heiðarsdóttir

U18 drengja

Ísak Júlíus Perdue