Franskur þjálfari sem nýlega var ráðinn til félagsins óskaði eftir að rjúfa samning af persónulegum ástæðum skömmu áður en hann átti að stíga um borð í flugvél á leið til Íslands. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem félagið lendir í þessu og ekki óskastaða í upphafi vetrarstarfsins.

Leit stendur yfir að nýjum manni í starfið.

Um er að ræða stöðu aðstoðarþjálfara við akademíuna og meistaraflokk karla. Einnig vantar félagið þjálfara fyrir einn hóp í yngriflokkum og umsjónarmann yngriflokka. Þetta gæti verið starf fyrir einn en  verkefnunum má einnig skipta upp eftir atvikum. Ef áhugasamur og metnaðarfullur aðili hefur áhuga á einhverju af þessu er um að gera að hafa samband og ræða málin við eftirtalda:

Gylfi Þorkelsson, s. 895-8400 / selfosskarfa@gmail.com

Chris Caird, s, 776-6968 / chris.caird@gmail.com