B lið Selfoss í 10. flokki drengja heldur áfram á sigurbraut í deildakeppni Íslandsmótsins. Í gær fékk liðið Sindra frá Hornafirði í heimsókn í Gjána og vann ágætan 8 stiga sigur, 50-42.

Selfossliðið er nú efst í 3. deild með 5 sigra, eins og Stjarnan c og einmitt Sindradrengir líka. Stjarnan c hefur aðeins tapað einum leik en bæði Selfoss b og Sindi hafa tapað tveimur leikjum. Það stefnir því í harða baráttu milli þessara liða um að færast upp um deild.

Selfoss B mætti svo Stjörnunni C í dag, sunnudag, á útivelli og spilaði því tvo leiki um helgina. Strákarnir gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn glæsilega, 58-67, og settu með því allt í uppnám í deildinni, unnu bæði toppliðin sömu helgina og tylltu sér í efsta sætið. Eftir helgina eru því Selfoss B, Stjarnan C og Sindri öll með 5/2 sigurhlutfall.

A lið Selfoss í 10. flokki drengja spilaði svo í dag, sunnudag, líka á heimavelli. Móterjarnir voru að þessu sinni Haukar og vannst öruggur sigur á Hafnfirðingum, 73:48. Okkar lið er nú í 3. sæti 1. deildar með sigurhlutfallið 5/3 en ofar eru KR með 6/2 og efst ÍR með 7/0. Eins og athugulir muna var skammt milli feigs og ófeigs þegar Selfoss mætti ÍR fyrir skömmu, en þriggja stiga flautuskot okkar manna fyrir sigri í leiknum geigaði og ÍR slapp með skrekkinn, 48-50. Það er því allt í járnum á toppnum þarna. Eftir að þessi grein var skrifuð vann Stjarnan svo ÍRinga og skaust upp í annað sætið.

Á næsta tímabili tekur við hjá þessum piltum að spila í drengjaflokki, en þar eru tveir árgangar saman í flokki.

Lið  Selfoss/Hamars í 9. flokki drengja spilaði í gær, einnig heima í Gjánni, og vann öruggan sigur á Hetti frá Egilsstöðum, 73:38. Selfoss/Hamar er með örugga forystu í 2. deild, hefur unnið 7 leiki en ekki tapað enn. Næst kemur Keflavík með sigurhlutfallið 5/2. Það stefnir því allt í að Selfoss/Hamar leiki í 1. deild í 10. flokki á næsta keppnistímabili.

ÁFRAM SELFOSS!!!