Um helgina fór fram fjórða umferð Íslandsmóts 7. flokks. Mótið var haldið hjá okkur á Selfossi og gekk það vel fyrir sig. Krakkarnir okkar í sameiginlegu liði Selfoss/Hrunamanna spiluðu fjóra leiki. Á laugardeginum tóku þau á móti Aftureldingu og Haukum b og unnust báðir leikir eftir mikla spennu. Á sunnudeginum spiluðu þau svo á móti Sindra og Tindastóli/Kormáki og töpuðust þeir leikir báðir. Gaman var að fylgjast með þessum flotta hópi og bætingum þeirra frá því í haust.