8. flokkur kvenna gerði góða ferð á Sauðárkrók um helgina þar sem þær kepptu í 2. umferð Íslandsmótsins. Skemmst er frá því að segja að þær unnu þrjá leiki og töpuðu einum. Framfarir voru greinilegar inni á vellinum frá síðasta móti en í ferðinni náðu þær að styrkja sig ennþá betur sem flott liðsheild. Liðið gisti saman í skólanum, fóru saman út að borða og svo fengu þær að sjálfsögðu að stoppa í Huppu á heimleiðinni. Ekki skemmdi heldur fyrir samsöngurinn á í bílnum þótt að þeir fullorðnu sem fylgdu hefðu nú valið önnur (betri) lög.