Lið Selfoss/Hamars í 9. flokki drengja heldur áfram að bæta stigum í sarpinn. Liðið sigraði nágranna sína Laugdæli/Hrunamenn örugglega í Gjánni um síðustu helgi, 50-34.

Liðið er enn ósigrað í 2. deild Íslandsmótsins með 16 stig, 8/0 sigurhlutfall. Keflavík kemur á hæla okkar drengja með 14 stig, 7/2 sigurhlutfall. Það hefur verið góður gangur í þessum hópi og samstarfið við Hvergerðinga með ágætum.

Það verður spennandi að sjá hvort drengirnir sigla ekki fleyinu af öryggi til hafnar og færist upp i 1. deild á næsta tímabili, í 10. flokki, og fái að reyna sig við bestu liðin í landinu.