Á dögunum léku strákarnir í 9. flokki á móti sterku liði Laugdæla/Hrunamanna. Leikurinn fór jafnt af stað og liðin skiptust á að skora körfur í upphafi leiks. Með hverjum fjórðung sem leið juku gestirnir hins vegar forystuna og unnu að lokum stóran sigur, lokatölur leiksins: 70-38

Tveimur vikum síðar heimsóttu okkar menn Stjörnuna í Garðabæ. Strákarnir okkar hófu lekinn vel og komust í 8-0 yfir. Stjarnan gaf svo í og komst 10 stigum yfir fyrir lok hálfleiks. Okkar menn komu náðu sér þó aftur á strik og enduðu leikinn með frábærri spilamennsku í 4. leikhluta sem skilaði góðum sigri, lokatölur: 50-40 fyrir Selfoss

Um nýliðna helgi fengu strákarnir að spreyta sig í bikarkeppni Vís og fengu b-lið Skagamanna í heimsókn. Frá fyrstu mínútu leiksins var ljóst að okkar menn voru töluvert sterkari. Okkar menn mættu með góða orku og spiluðu vel í bæði sókn og vörn. Allir leikmenn liðsins komu talsvert við sögu og með sigrinum eru strákarnir komnir í 16-liða úrslitin.