Aðalfundur Körfuknattleiksfélags Selfoss verður haldinn fimmtudaginn 25. mars nk. kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í „austurrýminu“ í Vallaskóla.

Dagskrá aðalfundar skv. lögum félagsins er eftirfarandi:

 1. gr.

Dagskrá aðalfundar.

 1. Formaður setur fund.
 2. Kosinn fundarstjóri.
 3. Kosinn fundarritari.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram til samþykktar.
 5. Formaður leggur fram skýrslu félagsins.
 6. Gjaldkeri leggur fram og útskýrir skoðaða reikninga, sem síðan eru bornir undir atkvæði.
 7. Lagabreytingar.
 8. Kosning stjórnar.
 9. Kosning formanns.
 10. Kosning sex annarra stjórnarmanna.
 11. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 12. Gjaldkeri leggur fram drög að fjárhagsáætlun fyrir næsta rekstrarár.
 13. Önnur mál.

Allir félagar velkomnir.