Nýjustu tíðindi varðandi samkomutakmarkanir vegna Covid19 veirunnar eftir 4. maí og áhrif þeirra á starf íþróttahreyfingarinnar má sjá á með því að smella hér, á vefsíðu ÍSÍ. Þær reglur sem taka gildi 4. maí gilda til 1. júní en verða stöðugt endurmetnar eftir aðstæðum.

Skipulag æfinga barna og unglinga verður tilkynnt fljótlega en æfingar geta sem sagt hafist 4. maí næstkomandi.

Reglurnar sem varða okkur í Selfoss-Körfu eru fyrst og fremst eftirfarandi:

  1. Gildistími 4. maí til 1. júní (stöðugt endurmat eftir aðstæðum)
  2. Allar æfingar barna á leik- og grunnskólastigi eru leyfðar, úti sem inni, án nokkurra fjöldatakmarkana
  3. Keppni barna á leik- og grunnskólaaldri verður leyfð, án áhorfenda
  4. Æfingar fullorðinna verða heimilar innandyra með þátttöku mest 4urra einstaklinga (3+þjálfari)
  5. Notkun búningasaðstöðu innanhúss er óheimil fyrir fullorðna
  6. Tveggja metra reglan er í gildi hjá fullorðnum
  7. Keppni fullorðinna óheimil (vegna 2 metra reglu)
  8. Hvatt er til sérstaks hreinlætis, handþvottar og notkunar handspritts