Æfingar yngri flokka hefjast nk. mánudag, 4. maí, samkvæmt þeirri æfingatöflu sem var í gildi í vetur, að mestu leyti.

Ef nauðsynlegt verður að gera einhverjar breytingar á æfingatímum, t.d. vegna þjalfaraskipta, verða þau frávik tilkynnt viðkomandi hópum í Sportabler. Annars mæti allir eins og áður en starfsemi féll niður vegna Covid19 veirunnar.

Æfingatöfluna má finna á heimasíðunni, smella HÉR

Meistaraflokkur mun búa við fjöldatakmarkanir a.m.k. til 1. júní og mun þjálfari tilkynna leikmönnum sínum æfingaskipulagið sérstaklega.