Alex Gager hefur ákveðið að ganga til liðs við Selfoss og er væntanlegur með haustinu. Alex er tveggja metra framherji frá Englandi sem velur að þróa leik sinn og hæfileika í Körfuboltaakademíunni okkar en stefnir í framhaldinu á háskólaboltann í Bandaríkjunum.

Alex er aðeins 18 ára, kraftmikill leikmaður, sterkur í teignum í vörn og sókn og frákastar vel. Hann er góður íþróttamaður sem hleypur völlinn vel og hefur öll tól til að verða ógnandi fyrir utan teig líka.

Það er sannarlega viðurkenning fyrir Körfuboltaakademíuna að efnilegir og metnaðarfullir unglingar í öðrum löndum sjái hag sínum best borgið hér, en Alex hefur oft verið valinn í úrvalshópa fyrir yngri landslið Englands og Stóra-Bretlands. Það er ekki síst jákvætt fyrir þá íslensku unglinga sem skrá sig í akademíuna að fá alþjóðlegan samanburð og samkeppni og fyrir vikið tekur allt starfið þar skref fram á við, í átt að þeim markmiðum sem sett eru.

Welcome to Selfoss Basketball Academy, Alex!

Hér má sjá myndbrot af Gager á vellinum.