Austin Magnús Bracey hefur samið við Selfoss um að leika fyrir félagið í 1. deild karla og verður löglegur þegar félagaskiptaglugginn opnar aftur í janúar.

Ekki þarf að kynna Bracey í löngu máli fyrir körfuboltaáhugafólki hérlendis. Hann er 31 árs gamall bakvörður sem hefur leikið með nokkrum félögum, lengst af með Val en einnig Hetti og Snæfelli og kemur til Selfoss frá Haukum þar sem hann lék á síðasta tímabili.

Hér er um að ræða mikinn liðsstyrk fyrir Selfossliðið og ómetanlegt að fá reyndan gæðaleikmann í okkar unga hóp. Bracey er með betri skyttum í boltanum hér heima, með 15,1 stig að meðaltali í 246 leikjum og 42% þriggjastiganýtingu á ferli sínum hér á landi frá 2012.

Við bjóðum Bracey hjartanlega velkominn.

ÁFRAM SELFOSS!!!