Björn Ásgeir Ásgeirsson, leikmaður Selfoss-körfu,  tók þátt í æfingum U20 landsliðsins í lok síðasta árs. Liðið er að hefja undirbúning fyrir verkefni ársins og verður spennandi verkefni fyrir Björn að tryggja sér sæti í liðinu og spila landsleiki í sumar.

Björn er ekki eini fulltrúi Selfoss-Körfu í þessu liði því Chris Caird, þjálfari m.fl. Selfoss og unglingaflokks Selfoss/Hamars/Hrunamanna er þar aðstoðarþjálfari, með Finni Frey Stefánssyni.